Borgarritari

Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Undir embætti borgarritara heyrir skrifstofa borgarstjóra og borgarritara og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa.

Hlutverk borgarritara

Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hlutafélög.

Þorsteinn Gunnarsson er borgarritari Reykjavíkurborgar.