Skrifstofa borgarstjórnar
Skrifstofa borgarstjórnar fer með alla umsýslu fyrir borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og ýmsar aðrar nefndir. Í því felst móttaka og meðferð gagna, undirbúningur funda, svo sem gerð og útsending dagskrár, framkvæmd funda, þar með talið ritun fundargerða og ráðgjöf til formanns og annarra fundarmanna. Jafnframt frágangur gagna og tilkynningar um afgreiðslu mála, birting fundargerða og upplýsingagjöf til almennings.
Skrifstofan
Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu við borgarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar, þar með talið lögfræðilega ráðgjöf, fræðslu og umsjón með kjörum þeirra og starfsaðstöðu í Tjarnargötu 12. Skrifstofan veitir borgarfulltrúum aðstoð vegna símatíma, símsvörunar og viðtalstíma við borgarfulltrúa. Þá veitir skrifstofan fagráðum og nefndum Reykjavíkurborgar, sem og starfsmönnum þeirra, ýmsa ráðgjöf, svo sem lögfræðilega ráðgjöf á sviði fundarskapa, fundarritunar og stjórnkerfis Reykjavíkurborgar.
Umsjón með framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík er á verksviði skrifstofu borgarstjórnar, þar með talið frágangur kjörskrár, undirbúningur kjörstaða, öflun starfsfólks, framkvæmd kjörfunda og talning atkvæða.
Þá heyra verkefni er varða umsagnir um rekstrarleyfi veitinga- og gististaða undir skrifstofuna. Skrifstofan tekur á móti umsagnarbeiðnum sýslumannins á höfuðborgarsvæðinu f.h. Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á umsagnarferlinu í heild sinni í samræmi við ákvæði laga um veitinga-, gististaði og skemmtanahald.
Skrifstofa borgarstjórnar annast einnig meðferð beiðna um endurupptöku mála hjá Reykjavíkurborg, leiðbeiningar til almennings um endurupptökuheimildir og kæruleiðir. Auk þessa sinnir skrifstofan gerð lögfræðilegra álitsgerða fyrir borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og aðrar nefndir og ráð borgarinnar, sem og borgarfulltrúa.
Starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar
- Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar
helga.laxdal@reykjavik.is - Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri gæðamála og kosninga
hildur.l.viggosdottir@reykjavik.is - Bjarni Þóroddsson, verkefnastjóri og staðgengill skrifstofustjóra (í fæðingarorlofi)
bjarni.thoroddsson@reykjavik.is - Hulda Hólmkelsdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslu
hulda.holmkelsdottir@reykjavik.is - Ívar Vincent Smárason, verkefnastjóri stjórnsýslu (í fæðingarorlofi)
ivar.vincent.smarason@reykjavik.is - Ólöf Magnúsdóttir, verkefnastjóri skrifstofu borgarstjórnar
olof.magnusdottir@reykjavik.is - Viktoría Júlía Laxdal, verkefnastjóri - umsjón með rekstrarleyfum veitinga- og gististaða
viktoria.julia.laxdal@reykjavik.is - Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri
eirikur.bui.halldorsson@reykjavik.is