Borgarlögmaður
Borgarlögmaður er í fyrirsvari fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar um lögfræðileg málefni. Hann hefur með höndum málflutning og aðra réttargæslu ásamt samningsgerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Verkefni
Borgarlögmaður svarar fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar um lögfræðileg málefni. Hann sér um málflutning og aðra réttargæslu ásamt samningsgerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar.
Yfirlestur og skjalagerð fyrir svið og stofnanir, vegna samninga þeirra við þriðja aðila, er meðal verkefna borgarlögmanns.
Embætti borgarlögmanns er í fyrirsvari vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg.
Einnig hefur embættið með höndum uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga. Um skilmála slysatrygginga launþega gilda reglur sem samþykktar voru á fundi borgarráðs 5. júní 1990, nr. 1/-90 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir í starfi og nr. 2/-90 vegna slysa sem starfsmenn verða fyrir utan starfs.
Reglur vegna slysa hjá börnum í starfi á vegum Reykjavíkur:
Hafðu samband
Borgarlögmaður
Ráðhúsi Reykjavíkur
Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Netfang: borgarlogmadur@reykjavik.is
Sími: 411 4100