Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Vinna við forsögn vegna hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug er hafin en til stendur að endurnýja laugarker og potta á útisvæði ásamt því að bæta aðstöðu til afþreyingar fyrir börn á öllum aldri. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að glæða stúku laugarinnar nýju lífi með menningar- og félagstengdri starfsemi.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Vinna við forsögn er að ljúka. Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug er ekki hafin en til stendur að hún hefjist byrjun árs 2024. Til stendur að endurnýja laugarker og potta á útisvæði ásamt því að bæta aðstöðu til afþreyingar fyrir börn á öllum aldri. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að endurgera stúku laugarinnar.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Júlí 2023 |
Undirbúningur fyrir Hönnunarsamkeppni er í ferli hjá eignaskrifstofu á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. |
Janúar 2023 | Forsögnin er tilbúin en það á eftir að fara í hönnunarsamkeppni og stefnt að því að gera það 2023. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 2024. |
Júlí 2022 | Á tólfta hundrað hugmynda bárust í opna hugmyndasöfnun í byrjun árs vegna endurgerðar Laugardalslaugar. Árið 2023 verður farið í hönnunarsamkeppni á Laugardalslaug og tengdum mannvirkjum í samráði við Arkitektafélag Íslands. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 2024. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Frístundavefurinn Frístund.is | 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Endurnýjun á innilaug Sundhallar | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu | 2023 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging á Skíðasvæðum | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum | 2025 | Menningar- og íþróttasvið |
Upplýsinga- og kynningarmál Íþrótta- og tómstundasviðs | 2023 | Menningar- og íþróttasvið |
Ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri | 2022 | Menningar- og íþróttasvið |
Hækkun frístundakorts | 2022 | Menningar- og íþróttasvið |
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.