Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Vinna við forsögn vegna hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug er hafin en til stendur að endurnýja laugarker og potta á útisvæði ásamt því að bæta aðstöðu til afþreyingar fyrir börn á öllum aldri. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að glæða stúku laugarinnar nýju lífi með menningar- og félagstengdri starfsemi. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2026

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Vinna við forsögn er að ljúka. Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug er ekki hafin en til stendur að hún hefjist byrjun árs 2024. Til stendur að endurnýja laugarker og potta á útisvæði ásamt því að bæta aðstöðu til afþreyingar fyrir börn á öllum aldri. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að endurgera stúku laugarinnar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Undirbúningur fyrir Hönnunarsamkeppni er í ferli hjá eignaskrifstofu á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.

Janúar 2023   Forsögnin er tilbúin en það á eftir að fara í hönnunarsamkeppni og stefnt að því að gera það 2023. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 2024.
Júlí 2022 Á tólfta hundrað hugmynda bárust í opna hugmyndasöfnun í byrjun árs vegna endurgerðar Laugardalslaugar. Árið 2023 verður farið í hönnunarsamkeppni á Laugardalslaug og tengdum mannvirkjum í samráði við Arkitektafélag Íslands. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 2024.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: