Uppbygging á Skíðasvæðum

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins er uppbygging samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna frá 2018 um uppbyggingu í Bláfjöllum og Skálafelli. Árið 2023 er gert ráð fyrir að teknar verði í notkun tvær nýjar skíðalyftur í Bláfjöllum og að framkvæmdir vegna snjóframleiðslu verði hafnar á árinu.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Búið er að opna skíðalyfturnar og gangsetja snjóframleiðslu.  Framkvæmdum í Skálafelli er frestað til ársins 2025.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Skíðalyfturnar voru tilbúnar og afhentar um síðustu áramót 2022/2023 og nú er verið að vinna hörðum höndum að uppsetningu snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Stefnt er að því að verkinu verði lokið í nóvember 2023.

Janúar 2023 Lyfturnar Drottningin og Gosinn eru komnar upp.
Júlí 2022 Vinna við uppsetningu á nýjum skíðalyftum er hafin og áætluð verklok eru vor 2023. Vinna við snjóframleiðslu mun hefjast 2023 í Bláfjöllum og 2026 í Skálafelli.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: