Uppbygging í Efra-Breiðholti: Dans- og fimleikahús
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Til stendur að fara í samkeppni um nýtt dans- og fimleikahús við Gerðuberg 1 í Breiðholti. Byggingin verður staðsett í hverfismiðjunni við Austurberg, samkvæmt tillögum að nýju hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Miðað er við að byggingin verði 2-3 hæðir og 2.-3.000m2 að stærð. Rýmið mun innihalda fimleikasal, þrjá danssali, black box sal, karatesal, búningsaðstöðu, geymslurými og anddyri. Aðliggjandi rými munu innihalda áhaldageymslu, búningsklefa, aðstöðu starfsfólks/íþróttakennara, hvíldaraðstöðu/sjúkraherbergi, snyrtingar og stjórnunar- og starfsmannarými. Gera skal ráð fyrir samnýtingu bílastæða á nærliggjandi lóðum og unnið hefur verið samgöngumat þar sem gerð er grein fyrir aðkomu íbúa og gesta að byggingunni.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Verkefni er ekki hafið.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Júlí 2025 |
Verkefni er ekki hafið. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.