Frístundavefurinn Frístund.is

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Fristund.is er upplýsingavefur sem hefur m.a. að geyma námskeið sem eru í boði á hverjum tíma fyrir börn. Aðildarfélög geta auglýst hvaða námskeið þau bjóða upp á hverju sinni. Vefurinn er í þróun og hefur verið stofnaður starfshópur miðlægt til að hugsa vefinn upp á nýtt. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Starfshópurinn fundaði fast tvisvar sinnum í mánuði. Byrjað var á því að kortleggja verkefnið og margir komu að borðinu. Næst var farið ítarlega yfir fristund.is bæði efnislega og útlitslega og ýmsu velt upp. Það hefur farið mikill tími í að velta upp hvernig bakendi vefsíðunnar á að vera, þ.e. hvort að borgin þurfi að leita til fyrirtækis eða hvort hægt sé að útbúa vefinn innanhúss. Það sem hefur seinkað ferlinu er aðallega útfærsla tæknilegra atriða og kostnaður. Einnig var gerð verðfyrirspurn og var einungis eitt fyrirtæki sem lagði fram tilboð. Markmiðið með vinnunni var og er að einfalda vefinn og gera hann notendavænni fyrir íbúa. Til að komast að því var m.a. sendur út spurningalisti í formi könnunar, til félaga sem kom ágætlega út. Samkvæmt tímalínu starfshóps átti vefurinn að fara í loftið sumarið 2024 en það mun líklega ekki nást.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Markmið verkefnisins er að frístundavefurinn tryggi aðgang að upplýsingum um framboð þjónustu fyrir börn og ungmenni sem Reykjavíkurborg og félög með barna- og ungmennastarf veita með miðlægum og notendavænum þekkingar- og leitargrunni. Stofnaður hefur verið starfshópur og markmiðið er að nýr frístundavefur verði kominn í notkun fyrir sumarið 2024.

Janúar 2023   Búið er að stofna vinnuhóp sem mun m.a. endurskoða uppbyggingu á fristund.is. Stefnt er að því að búa til vefsíðu með öllu sem borgin býður upp á fyrir börn.
Júlí 2022 Árið 2023 verður haldið áfram að vinna í uppbyggingu nýs frístundavefs með stafrænum leiðtoga sviðsins.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).