Endurnýjun á innilaug Sundhallar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið í innilaug Sundhallar Reykjavíkur sem komið er til ára sinna. Auk þess verður útbúin sérstök dýfingalaug fyrir stökkbrettin.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Vonast er til að næsta haust verði framkvæmdir byrjaðar og verði allt árið 2025 og hluta árs 2026. Til stendur að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið er að samþykkja byggingarleyfisumsókn.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
---|---|
Júlí 2023 |
Til stóð að hefja framkvæmdir á þessu ári en því var frestað vegna fjárhagsstöðu borgarinnar. Stefnt er að því að hefjast handa við endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug Sundhallar vorið 2024. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um eitt og hálft til tvö ár. |
Janúar 2023 | Búið er að hanna breytingar á innilaug Sundhallarinnar og hefur framkvæmdum verið frestað þangað til haustið 2023. |
Júlí 2022 | Búið er að hanna breytingar á innilaug Sundhallar og áætlað er að hefja framkvæmdir vorið 2023. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Frístundavefurinn Frístund.is | 2024 | Menningar- og íþróttasvið |
Endurnýjun á innilaug Sundhallar | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu | 2023 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging á Skíðasvæðum | 2026 | Menningar- og íþróttasvið |
Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum | 2025 | Menningar- og íþróttasvið |
Upplýsinga- og kynningarmál Íþrótta- og tómstundasviðs | 2023 | Menningar- og íþróttasvið |
Ókeypis í sund fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri | 2022 | Menningar- og íþróttasvið |
Hækkun frístundakorts | 2022 | Menningar- og íþróttasvið |
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.