Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið í innilaug Sundhallar Reykjavíkur sem komið er til ára sinna. Auk þess verður útbúin sérstök dýfingalaug fyrir stökkbrettin.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Dalslaug er nú komin í fullan rekstur með tveimur nýjum rennibrautum.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023 Uppsetning rennibrautar er á loka metrunum og er stefnt að því að rennibrautin verði komin í notkun um mánaðarmótin næstu, þ.e. september/október 2023. Stefnt er að því að um áramótin 2023/2024 verði vinna hafin við að reisa nýjan vaktturn.
Janúar 2023 Framkvæmdir á rennibrautinni eru í vinnslu og er stefnt að því að rennibrautin verði tilbúin í lok sumars 2023.
Júlí 2022 Búið er að hanna og bjóða út nýja rennibraut og framkvæmdir munu hefjast í ársbyrjun 2023. Áætlað að þessu verði lokið haustið 2023.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: