Uppbygging Vetrargarðs í Breiðholti

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Vetrargarðs í Breiðholti samhliða framkvæmdum við Arnarnesveg. Vetrargarðurinn er fjölskyldugarður með starfsemi allt árið. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum skíðaleiðum fyrir byrjendur auk brekkna til æfinga fyrir skíðafélögin. Á sumrin verða í boði fjölbreyttar hjólaleiðir auk þurrskíðunar þegar garðurinn hefur tekið á sig fulla mynd. Markmiðið er að geta tekið á móti hópum frá leik, grunn- og frístundastarfi. Framkvæmdir við garðinn verða í áföngum en fyrsti áfangi er þegar hafinn með landmótun. Gert er ráð fyrir að fyrsta lyfta verði tekin í notkun um áramótin 2025/26.  

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Hundrað miljónir eru áætlaðar í Vetrargarðinn árið 2025. Þær fara í að ljúka landmótun, gróðursetningu, snjógirðingar og bílastæði. Þar að auki fer fjármagn í hönnun á þessu ári fyrir næsta áfanga - lyftur, lýsing, snjóframleiðsla, húsnæði. Verið er að klára landmótun og í sumar og haust verður farði í sáningu á skíðabrautum og leiðum auk gróðursetningar og gerð bílastæði. Lýðheilsu- og forvarnargildi þessarar framkvæmdar er óumdeilanlegt. Ekki er búið að ákveða fjárfestingarfjármagn til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2025

Hundrað miljónir eru áætlaðar í Vetrargarðinn árið 2025. Þær fara í að ljúka landmótun, gróðursetningu, snjógirðingar og bílastæði. Þar að auki fer fjármagn í hönnun á þessu ári fyrir næsta áfanga - lyftur, lýsing, snjóframleiðsla, húsnæði. Verið er að klára landmótun og í sumar og haust verður farði í sáningu á skíðabrautum og leiðum auk gróðursetningar og gerð bílastæði. Lýðheilsu- og forvarnargildi þessarar framkvæmdar er óumdeilanlegt. Ekki er búið að ákveða fjárfestingarfjármagn til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Uppbygging í Efra-Breiðholti: Dans- og fimleikahús 2026 Menningar- og íþróttasvið
Markaðs- og kynningarmál 2025 Menningar- og íþróttasvið
Auka hagkvæmni í rekstri íþróttamannvirkja borgarinnar 2025 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumótun Sundlauga Reykjavíkurborgar 2024 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumótun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 2025 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging Vetrargarðs í Breiðholti 2025 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumörkun og aðgerðaáætlun um bætta aðstöðu og aðgengi fyrir jaðarsport í borginni 2025 Menningar- og íþróttasvið
Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug 2026 Menningar- og íþróttasvið
Frístundavefurinn Frístund.is 2024 Menningar- og íþróttasvið
Endurnýjun á innilaug Sundhallar 2026 Menningar- og íþróttasvið
Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu 2023 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging á Skíðasvæðum 2026 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2025 Menningar- og íþróttasvið
Upplýsinga- og kynningarmál Íþrótta- og tómstundasviðs 2023 Menningar- og íþróttasvið
Ókeypis í sund fyrir  börn á grunnskólaaldri  og yngri  2022 Menningar- og íþróttasvið
Hækkun frístundakorts 2022 Menningar- og íþróttasvið