Uppbygging Vetrargarðs í Breiðholti
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Vetrargarðs í Breiðholti samhliða framkvæmdum við Arnarnesveg. Vetrargarðurinn er fjölskyldugarður með starfsemi allt árið. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum skíðaleiðum fyrir byrjendur auk brekkna til æfinga fyrir skíðafélögin. Á sumrin verða í boði fjölbreyttar hjólaleiðir auk þurrskíðunar þegar garðurinn hefur tekið á sig fulla mynd. Markmiðið er að geta tekið á móti hópum frá leik, grunn- og frístundastarfi. Framkvæmdir við garðinn verða í áföngum en fyrsti áfangi er þegar hafinn með landmótun. Gert er ráð fyrir að fyrsta lyfta verði tekin í notkun um áramótin 2025/26.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Hundrað miljónir eru áætlaðar í Vetrargarðinn árið 2025. Þær fara í að ljúka landmótun, gróðursetningu, snjógirðingar og bílastæði. Þar að auki fer fjármagn í hönnun á þessu ári fyrir næsta áfanga - lyftur, lýsing, snjóframleiðsla, húsnæði. Verið er að klára landmótun og í sumar og haust verður farði í sáningu á skíðabrautum og leiðum auk gróðursetningar og gerð bílastæði. Lýðheilsu- og forvarnargildi þessarar framkvæmdar er óumdeilanlegt. Ekki er búið að ákveða fjárfestingarfjármagn til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Júlí 2025 |
Hundrað miljónir eru áætlaðar í Vetrargarðinn árið 2025. Þær fara í að ljúka landmótun, gróðursetningu, snjógirðingar og bílastæði. Þar að auki fer fjármagn í hönnun á þessu ári fyrir næsta áfanga - lyftur, lýsing, snjóframleiðsla, húsnæði. Verið er að klára landmótun og í sumar og haust verður farði í sáningu á skíðabrautum og leiðum auk gróðursetningar og gerð bílastæði. Lýðheilsu- og forvarnargildi þessarar framkvæmdar er óumdeilanlegt. Ekki er búið að ákveða fjárfestingarfjármagn til áframhaldandi framkvæmda á næstu árum. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.