Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Byggja á nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Framkvæmdirnar eru með aukna velferð dýra að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Samhliða verður farið í heildarendurskoðun á starfsemi garðsins er lýtur m.a. að aukinni útiveru og fjölbreyttri afþreyingu í fjölskyldugarðinum fyrir alla, þróun og endurskoðun á starfsemi húsdýragarðsins auk áframhaldandi þróunar á fræðslutilboðum til barna og ungmenna í leik-, grunn- og frístundastarfi.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Í meirihlutasáttmála samstarfsflokka er lagt til framkvæmdir við Selalaugina. Verið er að endurmeta kostnaðaráætlun en teikningar og útboðsgögn eru til. Tillaga liggur fyrir að skoða hvort hægt væri að þróa lundabyggð við hlið selalaugar og er það í skoðun.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Janúar 2024 | Staða óbreytt frá fyrri stöðulýsingu. Borgarráð hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug og þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. |
| Júlí 2023 |
Borgarráð hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug og þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma. |
| Janúar 2023 | Vinna hófst við undirbúning nýrrar selalaugar og undirbúið að bæta aðstöðu starfsfólks í garðinum. |
| Júlí 2022 | Vinna er hafin við nýja selalaug og í undirbúningi að bæta aðstöðu starfsfólks í garðinum. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.