Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Byggja á nýja selalaug og nýtt þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Framkvæmdirnar eru með aukna velferð dýra að leiðarljósi auk þess sem aðstaða fyrir fræðslustarf verður bætt. Samhliða verður farið í heildarendurskoðun á starfsemi garðsins er lýtur m.a. að aukinni útiveru og fjölbreyttri afþreyingu í fjölskyldugarðinum fyrir alla, þróun og endurskoðun á starfsemi húsdýragarðsins auk áframhaldandi þróunar á fræðslutilboðum til barna og ungmenna í leik-, grunn- og frístundastarfi. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Í meirihlutasáttmála samstarfsflokka er lagt til framkvæmdir við Selalaugina. Verið er að endurmeta kostnaðaráætlun en teikningar og útboðsgögn eru til. Tillaga liggur fyrir að skoða hvort hægt væri að þróa lundabyggð við hlið selalaugar og er það í skoðun.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Janúar 2024 Staða óbreytt frá fyrri stöðulýsingu. Borgarráð hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug og þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma.
Júlí 2023

Borgarráð hefur ákveðið að fresta framkvæmdum við nýja selalaug og þjónustuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um óákveðinn tíma.

Janúar 2023 Vinna hófst við undirbúning nýrrar selalaugar og undirbúið að bæta aðstöðu starfsfólks í garðinum.
Júlí 2022 Vinna er hafin við nýja selalaug og í undirbúningi að bæta aðstöðu starfsfólks í garðinum.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Uppbygging í Efra-Breiðholti: Dans- og fimleikahús 2026 Menningar- og íþróttasvið
Markaðs- og kynningarmál 2025 Menningar- og íþróttasvið
Auka hagkvæmni í rekstri íþróttamannvirkja borgarinnar 2025 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumótun Sundlauga Reykjavíkurborgar 2024 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumótun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 2025 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging Vetrargarðs í Breiðholti 2025 Menningar- og íþróttasvið
Stefnumörkun og aðgerðaáætlun um bætta aðstöðu og aðgengi fyrir jaðarsport í borginni 2025 Menningar- og íþróttasvið
Hönnunarsamkeppni um breytingar á Laugardalslaug 2026 Menningar- og íþróttasvið
Frístundavefurinn Frístund.is 2024 Menningar- og íþróttasvið
Endurnýjun á innilaug Sundhallar 2026 Menningar- og íþróttasvið
Dalslaug komin í fullan rekstur og ný rennibraut í uppbyggingu 2023 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging á Skíðasvæðum 2026 Menningar- og íþróttasvið
Uppbygging í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2025 Menningar- og íþróttasvið
Upplýsinga- og kynningarmál Íþrótta- og tómstundasviðs 2023 Menningar- og íþróttasvið
Ókeypis í sund fyrir  börn á grunnskólaaldri  og yngri  2022 Menningar- og íþróttasvið
Hækkun frístundakorts 2022 Menningar- og íþróttasvið