Winter Lights Festival

Vetrarhátíð 2024

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1.–4. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Frítt er inn á alla viðburði á Vetrarhátíð.

Spotlight

Upplýst verk í garði Listasafns Einars Jónssonar.

Ljósaslóð

Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll sem er vörðuð með ljóslistaverkum.
Read more
Ásmundarsafn upplýst.

Safnanótt

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 2. febrúar en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til 23:00.
Read more
Hljómsveit leikur fyrir gesti á bakka Grafarvogslaugar á Sudlauganótt.

Sundlauganótt

Sundlauganótt verður haldin 4. febrúar eftir þriggja ára hlé. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls þrettán sundlaugar opnar frá kl. 17:00-22:00 og er aðgangur ókeypis.
Read more
Þórdís Erla Zoëga við eitt verka sinna.

Hæ High Halló Low

Hæðir og lægðir. Upp og niður. Nýr dagur, alla daga í sama tíma og rúmi. Þórdís Erla Zoëga vinnur með tengsl okkar við hinn stafræna heim ásamt stefnur og rútínur okkar í margvíslegum miðlum.
Read more
Dansandi kona.

Óður til Dansgólfs

Óður til Dansgólfs er safn myndbandsportretta þar sem áhorfendur fá að kynnast hluta af dönsurum Íslands og verða vitni að óði þeirra til dansgólfsins.
Read more
Skúlptúr úr plexigleri.

Engillinn ég

Skúlptúr úr plexigleri, biblíuvers með nafni listakvársins, hljóðverk. Verkið er tilraun til að staðsetja listakvárið innan samhengis sem hán hefur ekki fengið pláss innan áður.
Read more

Myndir frá Vetrarhátíð