Vetrarhátíð 2025 - Forsíða

Vetrarhátíð 2025 

Vetrarhátíð er í fullum gangi en lýkur í kvöld 9. febrúar. Mikil stemmning myndaðist í miðbænum í gærkvöldi og ekki síður á Sundlauganótt, en Laugardalslaug og Ylströndin í Nauthólsvík buðu upp á skemmtidagskrá fram á kvöld.
 
Kveikt er á Ljósaslóð Vetrarhátíðar í miðborginni frá klukkan 18.30 til 22.30 í kvöld svo enn má njóta ævintýralegrar stemmningar. Ljósaslóðin liggur frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og á Austurvöll og við minnum á hið skemmtilega þátttökuverk Lightbattle III, sem stendur á Ingólfstorgi. Sjón er sögu ríkari!
 
Öll eru hjartanlega velkomin!
 

Vetrarhátíð 2025 fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins dagana 7. - 9.  febrúar. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þremur meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósaslóð. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.  Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.

Sjáumst hress á Vetrarhátíð 2025!