Vetrarhátíð 2025 - Forsíða

 

Vetrarhátíð 2025

Takk fyrir komuna á Vetrarhátíð 2024! Fjöldi gesta lagði leið sína á hátíðina sem haldin var á höfuðborgarsvæðinu dagana 1. til 3. febrúar. Ljóslistaverk lífguðu upp á götumyndina, í sundlaugunum var boðið upp á skemmtidagskrá og söfn opnuðu dyr sínar og var frítt inn á alla viðburði.

Vetrarhátíð 2025 verður haldin dagana 6.–9. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljóslistaverkum. Boðið er upp á yfir 150 viðburði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Sjáumst hress á Vetrarhátíð 2025!