Beingreiðslusamningar

Beingreiðslusamningar eru form af notendasamningum líkt og NPA. Samningarnir fela í sér að notandi stýrir þeirri aðstoð sem hann fær, ákveður hvenær og hvar hún er veitt og hver veitir hana. Notandi sér um starfsmannahald. 

Fyrsta skrefið í að sækja um beingreiðslusamning er að bóka símtal frá ráðgjafa. 

Hvernig sæki ég um beingreiðslusamning?

Fyrsta skref er að bóka símtal. Í símtalinu er farið yfir stöðu þína og þarfir. Í framhaldi af því færðu boð í viðtal hjá ráðgjafa þar sem tekin er sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar og umsókn undirrituð. 

Ráðgjafi á þjónustumiðstöð leiðbeinir þér um þau gögn sem þurfa að fylgja umsókninni.

Á ég rétt á beingreiðslusamningi?

Beingreiðslusamningar geta verið gerðir við notendur sem eru með sértækar þarfir og ekki hefur gengið að þjónusta með annarri þjónustu Reykjavíkurborgar. Þetta getur átt við þegar veita þarf þjónustu utan hefðbundins vinnutíma eða í stuttan tíma í senn.  

Til að eiga rétt á beingreiðslusamningi þarft þú að uppfylla skilyrði 8. greinar reglna Reykjavíkurborgar um beingreiðslusamninga.

Hvað gerist næst?

Þegar undirrituð umsókn liggur fyrir er næsta skref formlegt mat á stuðningsþörf. Matið tekur mið af stöðu þinni með tilliti til eftirfarandi þátta:  

  • Færni, geta og styrkleikar  
  • Félagslegar aðstæður og tengslanet  
  • Virkni og þátttaka í samfélaginu  
  • Hugsanlegar afleiðingar sem töf á stuðningi hefur   
  • Annar stuðningur  

Ef formlegt mat leiðir í ljós að stuðningsþörf þín er minni en 15 klukkustundir á viku eða að þú uppfyllir ekki öll skilyrði er umsókn synjað og þér bent á annan stuðning sem stendur til boða.

Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.

Ef umsókn er samþykkt vinnur ráðgjafi samkomulag um vinnustundir í samvinnu við þig. Samþykktar umsóknir fara á bið eftir úthlutun. Á biðtíma er haft reglulegt samráð við þig og upplýst um stöðu mála og þá þjónustu sem stendur til boða á biðtímanum.

Lög og reglur

Beingreiðslusamningar eru veittir á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: