NPA - Notendastýrð persónuleg aðstoð
NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Fatlað fólk með NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar, ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð og hver veitir hana.
Fyrsta skrefið í að sækja um NPA er að bóka símtal frá ráðgjafa.
Hvernig sæki ég um NPA?
Fyrsta skref er að bóka símtal. Í símtalinu er farið yfir stöðu þína og þarfir. Í framhaldi af því færðu boð í viðtal hjá ráðgjafa þar sem tekin er sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar og umsókn undirrituð.
Á ég rétt á NPA?
Til að eiga rétt á NPA þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Eiga lögheimili í Reykjavík þegar stuðningur hefst.
- Ef þú býrð ekki í Reykjavík getur þú sótt um NPA ef þú ætlar að flytja þangað.
- Þurfa stuðning í meira en 15 klukkustundir á viku.
- Vera með staðfesta fötlunargreiningu.
- Vera orðinn 18 ára. Ef um barn er að ræða þurfa foreldrar að sækja um.
- Búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum.
Ef þú býrð í húsnæði fyrir fatlað fólk getur þú sótt um NPA ef stefnt er að flutningi í sjálfstæða búsetu.
Fólk 67 ára og eldra getur átt rétt á NPA ef fötlun er ekki vegna aldurstengdrar skerðingar.
Hvað gerist næst?
Umsókn er samþykkt eða synjað á grundvelli skilyrða.
Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.
Samþykktar umsóknir fara á bið eftir úthlutun. Á biðtíma er haft reglulegt samráð við þig og upplýst um stöðu mála og þá þjónustu sem stendur til boða á biðtímanum.
Hvert er hlutverk mitt sem notandi með NPA?
Notandi með NPA fer sjálfur með verkstjórn. Hann ber stjórnunarábyrgð á framkvæmd NPA. Umsýsluaðili undirritar samstarfssamning við Reykjavíkurborg og er vinnuveitandi NPA aðstoðarfólks.
Hvar fæ ég frekari upplýsingar?
NPA er veitt á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: