Stuðningsþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk

Stuðningsþjónusta mætir fötluðu fólki á þeim stað sem það er í lífinu og fer fram þar sem best hentar. Fólk fær stuðning við að útfæra þjónustuna þannig að hún styðji það við að lifa sjálfstæðu lífi, fást við dagleg verkefni og efla þátttöku sína í samfélaginu.

Bókaðu símtal og við finnum út úr því saman hvernig stuðningur hentar þér. 

""

Þú færð símtal

Þegar við hringjum í þig þarft þú að svara nokkrum spurningum. Svo finnum við ráðgjafa sem hentar þér og bókum tíma fyrir ykkur til að hittast og tala saman. Ef þú vilt hafa einhvern með þér í viðtalinu er gott að taka það fram í símtalinu.

""

Þú hittir ráðgjafa

Þú hittir ráðgjafa og þið skoðið saman hvaða þjónusta gæti hentað þér og hver næstu skref eru. Stundum þarf að hittast oftar en einu sinni.

""

Regluleg samskipti

Ráðgjafinn verður þér til halds og trausts og hjálpar þér að sækja um þjónustu og leysa ýmis mál. Ekki hika við að hringja í ráðgjafann ef þig vantar aðstoð.

Á ég rétt á stuðningsþjónustu?

Til að eiga rétt á stuðningsþjónustu þarft þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

  • Vera metinn í þörf fyrir stuðning samkvæmt matsviðsmiðum í reglum um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fullorðið fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  
  • Vera með staðfesta fötlunargreiningu. 
  • Vera orðinn 18 ára. 
  • Búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum. 

Fólk 67 ára og eldra getur átt rétt á stuðningsþjónustu ef skerðing þeirra er ekki aldurstengd. Börn og ungmenni undir 18 ára aldri geta fengið stuðningsþjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum.

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Stuðningsþjónusta við fullorðið fatlað fólk er veitt á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: