Áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs

Áfrýjunarnefnd velferðarráðs Reykjavíkurborgar hefur heimild til að veita undanþágu frá reglum um þjónustu velferðarsviðs ef sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir.

Hvernig sendi ég beiðni um áfrýjun?

Ef umsókn þinni hefur verið synjað getur þú sent beiðni til áfrýjunarnefndar velferðarráðs þar sem þú óskar eftir að hún endurskoði ákvörðun velferðarsviðs.

Einnig er hægt að fylla út beiðni um áfrýjun á PDF-formi og senda á afryjun@reykjavik.is eða skila á miðstöð í þínu hverfi.

Hvenær get ég sent beiðni um áfrýjun?

Þú getur óskað eftir áfrýjun innan fjögurra vikna frá því þú fékkst upplýsingar um ákvörðun velferðarsviðs.

Hvað gerist næst?

Beiðni um áfrýjun fer til ráðgjafa sem komið hefur að málinu. Hann hefur samband við þig til að fá frekari upplýsingar og búa til greinargerð. Því næst er beiðnin tekin fyrir á fundi áfrýjunarnefndar velferðarráðs. Þú færð upplýsingar um niðurstöðu um leið og ákvörðun hefur verið tekin í málinu.