Allar félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Þær eru opnar eftir að skólatíma lýkur og á kvöldin og er opnunartími auglýstur í hverri félagsmiðstöð. Á sumrin er boðið upp á smiðjur og námskeið fyrir 10–12 ára börn og hópastarf og almennar opnanir fyrir 13–16 ára.