Hinsegin félagsmiðstöðin
Félagsmiðstöð fyrir 13-16 ára
Spennistöðin við Barónsstíg 32a
101 Reykjavik

Hinsegin félagsmiðstöðin er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Samtakanna ´78 og er starfrækt af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 8.-10. bekk í allri Reykjavík. Reglulega er boðið upp á hópastarf fyrir börn í 5. – 7. bekk og er það þá auglýst sérstaklega. Hinsegin félagsmiðstöðin er í góðu samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar og í borginni allri.
Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að veita hinsegin börnum og unglingum öruggt rými til að vera þau sjálf, kynnast öðrum hinsegin unglingum, styrkja eigin sjálfsmynd og gefa þeim kost á að tilheyra hinsegin samfélagi. Þátttakendur þurfa þó ekki að vera hinsegin til að mæta og öll eru velkomin. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem höfða til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í.
- Forstöðumaður: Hrefna Þórarinsdóttir s. 690-8904
Opnunartímar
Opið er fyrir fyrir unglinga í 8. – 10. bekk alla þriðjudaga kl. 19.30-21.45
Nánari upplýsingar um starf fyrir 10-12 ára börn er hægt að fá hjá forstöðumanni.

Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í Hinsegin félagsmiðstöðinni má finna á heimasíðum grunnskóla barnanna.