Fellið

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Við Dalskóla, Úlfarsbraut 118–120
113 Reykjavík

Grá kubbalaga hús sem hýsa félagsmiðstöðina Fellið

Félagsmiðstöðin Fellið er ein af níu félagsmiðstöðvum í Árbæ, Norðlinga– og Grafarholti, Úlfarsárdal og Grafarvogi sem starfrækt er af Brúnni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Dalskóla.

Í Fellinu fer fram fjölbreytt starfsemi og er boðið upp á ýmsa klúbba og smiðjur samhliða opnu húsi. Á hverju ári reynum við að bjóða upp á nýja klúbba eftir áhuga og eftirspurn auk þess að halda áfram með þá klúbba sem vel hafa gengið. Sem dæmi erum við með Fellsráð sem skipuleggur ýmsa viðburði í Fellinu. Að auki höfum við aðgang að flottu hljóðveri og rafíþróttaveri sem við nýtum inn í starfið okkar. Við förum einnig í ferðir með unglingunum og er skíðaferðin sú stærsta en einnig er farið í 8.bekkjarferð á haustin, í byrjun hvers skólaárs. Á miðstigi bjóðum við upp á vikulegar smiðjur þar sem við bökum, föndrum eða förum í ýmsa leiki.

 

Opnunartímar

5.-7. bekkur í Fellinu

Þriðjudagar (smiðjudagar): 14:00-16:00

Miðvikudagar: 17:00-18:30

Fimmtudagar 14:00-16:00

8.-10. bekkur í Fellinu

Hádegisopnanir

Mánudaga-fimmtudaga 12:10-12:40

Síðdegis- og kvöldopnanir

Mánudagar: 19:30-21:45

Miðvikudagar: 14:00-16:00 og 19:30-21:45

Föstudagar: 19:30-22:30

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Fellinu má finna á heimasíðu Dalskóla

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​