Frosti

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Hagaskóli, Fornhagi 1
107 Reykjavík

Inngangur í Hagaskóla frá Fornhaga

Um Frosta

Félagsmiðstöðin Frosti er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Frosti þjónustar börn og unglinga í 5.-10.bekk í Hagaskóla, Landakotsskóla, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Áhersla er lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu en félagsmiðstöðin sendir reglulega út fréttabréf til foreldra og forráðamanna í gegnum Mentor.

Opnunartímar

Opið fyrir 5.–7. bekk:

  • Mánudagar kl. 14:30–16:00 fyrir 5., 6. og 7. bekk
  • Þriðjudagar kl. 17:00–19:00 fyrir 6. bekk
  • Miðvikudagar kl. 17:00–19:00 fyrir 5. bekk
  • Fimmtudagar kl. 17:0–19:00 fyrir 7. bekk
  • Föstudagar kl. 17:00–19:00 fyrir 5., 6. og 7. bekk

Opið fyrir 8.–10. bekk:

  • Mánudagar kl. 19:30–21:45 fyrir 8., 9. og 10. bekk
  • Þriðjudagar kl. 14:00–16:15 fyrir 8., 9. og 10. bekk 
  • Þriðjudagar 19:30–21:45 fyrir 10. bekk
  • Miðvikudagar kl. 19:30–21:45 fyrir 8., 9. og 10. bekk
  • Fimmtudagar 14:00–16:15 fyrir 8., 9. og 10. bekk
  • Föstudagar kl. 19:30–22:00 fyrir 8., 9. og 10. bekk

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Frosta má finna á heimasíðu Hagaskóla