100og1

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Austurbæjarskóli við Barónsstíg 32a
101 Reykjavík

100og1 félagsmiðstöð

Um 100og1

Félagsmiðstöðin 100og1 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Austurbæjarskóla.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar 100og1 er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

Opnunartímar

5.–7. bekkur

5. og 6. bekkur

  • Miðvikudagar kl. 15:00-17:00
  • Föstudagar kl. 17:00-18:45

7. bekkur

  • Mánudagar kl. 14:00-15:30
  • Föstudagar kl. 17:00-18:45

8.–10. bekkur

Mánudagar:

  • Dagopnun kl. 16:00–17:30
  • Kvöldopnun kl. 19:30–21:45

Þriðjudagar:

  • Hádegisopnun kl. 12:40–13:10
  • Dagopnun kl. 14:00–16:00

Miðvikudagar:

  • Kvöldopnun kl. 19:30–21:45

Fimmtudagar:

  • Dagopnun kl. 14:00–16:00

Föstudagar:

  • Kvöldopnun kl. 19:30–21:45

Hagnýtar upplýsingar

Einelti í skóla- og frístundastarfi

Einelti og ofbeldi getur haft varanleg áhrif á sálarlíf barna og unglinga. Það á ekki að viðgangast í skóla- og frístundastarfi. Allir starfsstaðir barna og unglinga eru með áætlun gegn einelti. Foreldrar sem fá vísbendingar eða upplýsingar um einelti ættu að taka það alvarlega og tilkynna til viðkomandi aðila. Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar starfa eftir gátlista vegna eineltis sem unninn var í víðtæku samráði fagaðila. 

Röskun á skóla- og frístundastarfi

Tilmæli um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi. SHS hefur verið falið af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Sumaropnanir

Mánudagar: 

16:30 - 19:00 sameiginlegt 

19:30 - 22:30 

 

Miðvikudagar: 

16:30 - 19:00 sameiginlegt 

19:30 - 22:30 

 

Föstudagar: 

16:30 - 19:00 sameiginlegt 

19:30 - 22:30 sameiginlegt

 

Félagsmiðstöðvarnar sameinast stundum um opnanir á sumrin og því mikilvægt að fylgjast vel með staðsetningu opnanna á samfélagsmiðlum. Upplýsingar um staðsetningu sumarstarfs fyrir 10-12 ára börn kemur fram í auglýsingum og tölvupóstum til foreldra.

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.

Spennistöðin

Spennistöðin er í senn skólahúsnæði, félagsmiðstöð og félagsheimili íbúa í Miðborg. Húsnæðið nýtist undir kennslu fyrri hluta dags en sem  félagsmiðstöð utan þess tíma. Húsnæðið er einnig laust til notkunar fyrir íbúa og félagasamtök í miðborginni.

Myndskreyttir útiveggir og merki félagsmiðstöðvarinnar 100og1.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni 100og1 má finna á heimasíðu Austurbæjarskóla