100og1

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Austurbæjarskóli við Barónsstíg 32a
101 Reykjavík

""

Um 100og1

Félagsmiðstöðin 100og1 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Austurbæjarskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar.