Hekla

Félagsmiðstöð fyrir 10–12 ára

Þorragata 3
102 Reykjavík

Hekla félagsmiðstöð

Opnunartími er alla virka daga frá því að skóladegi lýkur til kl 17:00

Félagsmiðstöðin Hekla er hluti af félagsmiðstöðinni Öskju og markhópurinn eru börn og unglingar í 5. - 7. bekk í Klettaskóla. Hekla er hluti af félagsmiðstöðvastarfi í Laugardal-, Háaleiti- og Bústaðahverfi og er starfrækt af Kringlumýri, frístundamiðstöð.

 Forstöðukona er Aþena Marey Birkisdóttir 

Dagleg starfsemi

Í Heklu leggjum við mikla áherslu á tómstundastarf og viljum við að börnin eflist í gegnum leik. Á hverjum degi er hægt að velja á milli þriggja valmöguleika. Það getur til dæmis verið útivera, föndur, leikir, boltaland, karókí, bingó og ýmislegt annað spennandi sem börnum og starfsfólki dettur í hug að gera. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Heklu má finna á heimasíðu Klettaskóla