Höllin
Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára
Egilshöll
112 Reykjavík
Um Höllina
Höllin er sértæk félagsmiðstöð sem þjónustar börn og unglinga með fötlun úr grunnskólum í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal og Árbæ. Hugmyndafræði Hallarinnar byggir á einstaklingsbundinni þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt reynt að komast til móts við ólíkar þarfir og áhuga. Þar er lögð áhersla á auka félagslega þátttöku með því skapa umhverfi fyrir börnin og unglingana til þess að njóta samvista með jafnöldrum auk þess sem við börn og unglingar eru hvött til að taka þátt í almennu félagsmiðstöðvastarfi.
Félagsmiðstöðin Höllin er starfrækt af frístundamiðstöðinni Brúin og er staðsett í Egilshöll.
Forstöðumaður er Elísa Pálsdóttir
Myndir frá Höllinni
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Höllinni má finna á heimasíðum grunnskóla barnanna.
Hvað viltu skoða næst?
- Félagsmiðstöðvar Frístundastarf fyrir 10-16 ára börn
- Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi Þátttaka foreldra skiptir miklu máli
- Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi Öll börn eiga að fá jöfn tækifæri til að vera stolt af uppruna sínum og menningu
- Sumarnámskeið Sumarið er tíminn
- Frístundastarf fatlaðs fólks Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk; börn, unglinga og fullorðna
- Frístundastyrkur - Frístundakortið Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík