Tónabær

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Safamýri 28
108 Reykjavík

""

Um Tónabæ

Félagsmiðstöðin Tónabær er ein af sjö félagsmiðstöðvum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi sem starfrækt er af Kringlumýri, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Álftamýrarskóla  og Hvassaleitisskóla.

Í Tónabæ er allskonar afþreying í boði líkt og pool, píla, playstation borðtennis, stúdíó, fótboltaspil, borðspil, listasmiðja, kósí horn fyrir spjall og margt fleira. Starfsfólk Tónabæjar heldur uppi metnaðarfullri og skipulagðri dagskrá og fá foreldrar og forráðamenn mánaðardagskrá senda í tölvupósti, ásamt því að vera hengd upp í skólunum og deilt á samfélagsmiðla fyrir unglingastigið.

Forstöðukona Tónabæjar er Selma Finnbogadóttir

Aðstoðarforstöðukona Tónabæjar er Ingibjörg Jóna G. Björnsdóttir

Opnunartímar í Tónabæ

5. og 6. bekkur

5. og 6. bekkur

  • Mánudagar: 14:15 – 16:30
  • Miðvikudagar: 14:15 – 16:30

 

7. bekkur

  • Mánudagar: 16:30 – 18:00
  • Miðvikudagar: 17:00 – 19:00

8.-10. bekkur

  • Mánudagar: 19:30-21:45
  • Þriðjudagar: 14:00-16:00
  • Miðvikudagar: 19:30-21:45
  • Fimmtudagar: 14:00-16:00
  • Föstudagar: 19:30-21:45

Sumaropnanir

Mánudagar: 19:30 - 22:30

Miðvikudagar: 19:30 - 22:30 í Bústöðum

Föstudagar: 19:30 - 22:30 - sameiginlegt

 

Félagsmiðstöðvarnar sameinast stundum um opnanir á sumrin og því mikilvægt að fylgjast vel með staðsetningu opnanna á samfélagsmiðlum. Upplýsingar um staðsetningu sumarstarfs fyrir 10-12 ára börn kemur fram í auglýsingum og tölvupóstum til foreldra.

Teikning af tveim börnum á grunnskólaaldri.

Hagnýtar upplýsingar

Einelti í skóla- og frístundastarfi

Einelti og ofbeldi getur haft varanleg áhrif á sálarlíf barna og unglinga. Það á ekki að viðgangast í skóla- og frístundastarfi. Allir starfsstaðir barna og unglinga eru með áætlun gegn einelti. Foreldrar sem fá vísbendingar eða upplýsingar um einelti ættu að taka það alvarlega og tilkynna til viðkomandi aðila. Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar starfa eftir gátlista vegna eineltis sem unninn var í víðtæku samráði fagaðila. 

Röskun á skóla- og frístundastarfi

Tilmæli eru um viðbrögð foreldra / forráðamanna barna í skólum og frístundastarfi. SHS hefur verið falið af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Tónabæ má finna á heimasíðu Álftamýrarskóla.