105

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Háteigsskóli við Háteigsveg
105 Reykjavík

""

Um 105

Félagsmiðstöðin 105 er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Háteigsskóla.
Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Háteigsskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. 
Forstöðumaður 105 er Hafsteinn Bjarnason s. 664-8166

 Aðstoðarforstöðumaður er Elín Lára Baldursdóttir

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni 105 má finna á heimasíðu Háteigsskóla 

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​