Plútó
Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára
Við Sæmundarskóla
Gvendargeisla 168
113 Reykjavík
Um Plútó
Félagsmiðstöðin Plútó er ein af níu félagsmiðstöðvum í Árbæ, Norðlinga– og Grafarholti, Úlfarsárdal og Grafarvogi sem starfrækt er af Brúnni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Sæmundarskóla.
Í Plútó fer fram fjölbreytt starfsemi. Til dæmis má finna þar flott stúdíó sem er mjög vinsælt, klúbbastarf og að auki höfum við aðgang að rafíþróttaveri sem staðsett er í menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal. Einnig getum við notast við íþróttahús skólans og hefur það verið vinsælt síðustu ár. Á hverju ári reynum við að bjóða upp á nýja klúbba eftir áhuga og eftirspurn auk þess að halda áfram með þá klúbba sem vel hafa gengið.
Forstöðukona er Hera Jónsdóttir
Aðstoðarforstöðukona er Sandra Lilja Björnsdóttir
Opnunartímar
5 - 6 bekkur
Mánudagar: 14:00-16:00
Þriðjudagar: 14:00-16:00
Myndir frá Plútó
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Plútó má finna á heimasíðu Sæmundarskóla.
Hvað viltu skoða næst?
- Félagsmiðstöðvar Frístundastarf fyrir 10-16 ára börn
- Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi Þátttaka foreldra skiptir miklu máli
- Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi Öll börn eiga að fá jöfn tækifæri til að vera stolt af uppruna sínum og menningu
- Sumarnámskeið Sumarið er tíminn
- Frístundastarf fatlaðs fólks Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk; börn, unglinga og fullorðna
- Frístundastyrkur - Frístundakortið Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík