Askja
Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára
Klettaskóli, Suðurhlíð 9
105 Reykjavík
Um Öskju
Félagsmiðstöðin Askja er ein af sjö félagsmiðstöðvum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi sem starfrækt er af Kringlumýri, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Klettaskóla.
Forstöðumaður er Brynjar Orri Bjarnason
Viltu vita meira?
Viltu vita meira um Öskju? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Opnunartímar
13-16 ára:
Alla virka daga frá því að skóladegi lýkur til kl. 17:00
Miðvikudagskvöld frá 19:00-21:00
Dagleg starfsemi
Í Öskju leggjum við mikla áherslu á unglingalýðræði og höldum unglingaráðsfundi reglulega. Unglingarnir hafa þannig áhrif á það sem er gert í skipulögðu starfi í félagsmiðstöðinni.
Á hverjum degi er í boði val. Unglingarnir velja á milli þriggja valmöguleika. Eftir val er frjáls tími, en þá er hægt að finna sér ýmislegt til dundurs. Má sem dæmi nefna úrval borðspila, playstation tölvu, fótboltaspil og fleira. Auk þess förum við oft út og finnum upp á ýmsu skemmtilegu að gera.
Á föstudögum erum við með föstudagsfjör og þá er heldur betur FJÖR. Við syngjum í karíókí, erum með bingó, förum í leiki, horfum á skemmtilegar bíómyndir og margt fleira, eftir því hvernig liggur á okkur.
Myndir frá Öskju
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Öskju má finna á heimasíðu Klettaskóla.
Hvað viltu skoða næst?
- Félagsmiðstöðvar Frístundastarf fyrir 10-16 ára börn
- Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi Þátttaka foreldra skiptir miklu máli
- Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi Öll börn eiga að fá jöfn tækifæri til að vera stolt af uppruna sínum og menningu
- Sumarnámskeið Sumarið er tíminn
- Frístundastarf fatlaðs fólks Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk; börn, unglinga og fullorðna
- Frístundastyrkur - Frístundakortið Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík