Holtið

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Norðlingabraut 12
110 Reykjavík

""

Um Holtið

Félagsmiðstöðin Holtið er ein af níu félagsmiðstöðvum í Árbæ, Grafarvogi, Norðlinga- og Grafarholti og Úlfarsárdal sem starfrækt er af Brúnni frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Norðlingaskóla.

Meðal sérkenna Holtsins er rafíþróttaklúbburinn MysterII sem hefur verið starfandi síðan vorið 2019. Þar hittast ungmenni með starfsmanni og spila tölvuleiki sem liðsheild. Krakkarnir hafa sett upp flotta aðstöðu í Holtinu sem er algjörlega þeirra og er einn best sóttasti klúbburinn okkar. Holtið er einnig með sportklúbb alla föstudaga. K&F club er klúbbur þar sem krakkarnir ráða algjörlega hvað er gert. Einn veturinn var fókusinn mikill á list þar sem þau skreyttu holtið með því að mála fallegar myndir og hinsegin fána á veggi Holtsins. Holtið er einnig með Holtsráð og ungmennaráð.

Forstöðukona er Sandra Dís Káradóttir

Aðstoðarforstöðukona er Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Kynningarmyndband

Viltu vita meira um  Holtið? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Starfsemi í Holtinu

Opnunartímar

10-12ára

Mánudagar 16:00 - 18:00 – 5.-7. bekkur

Miðvikudagar 14:00 - 16:00 – 5. bekkur

Miðvikudagar 17:00 - 19:00 – 6. og 7. bekkur

 

Unglingastig

Mánudagar:    19:30 - 21:45

Þriðjudagar:     14:00 - 16:00

Miðvikudagar:  19:30 - 21:45

Föstudaga:       16:00 - 17:30 og 19:30 - 22:30

Klúbbastarf

Klúbbastarf:

Mánudagar: 16:30-18:30

Miðvikudagar: 17:00 -19:00

 

Sportklúbburinn:

Föstudaga: 18:00 – 19:00

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Holtinu má finna á heimasíðu Norðlingaskóla.