Ökutæki

Reykjavíkurborg er næst stærsti vegahaldari landsins og í borginni eru margar ólíkar tegundir af götum. Unnið er markvisst að því að bæta gatnarými borgarinnar, gera þau vistlegri, gróðursælli og öruggari og að þau þjóni öllum ferðamátum. 

Nagladekk

Réttir hjólbarðar skila mestu öryggi og þá græða allir. Hvaða dekk henta þér?

Snjóhreinsun og hálkuvarnir

Þegar snjór fellur eða hálka myndast í Reykjavík er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vetrarþjónustu og snjóvaktin fer á stjá. Aðstæður eru vaktaðar reglubundið og mannskapur kallaður út eftir þörfum.  

""

Visthæfar bifreiðar

Bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og eru innan við 5 metrar að lengd, geta fengið visthæfa klukkuskífu útgefna af Reykjavíkurborg. Skífan veitir rétt til að leggja gjaldfrjálst í 90 mínútur í gjaldskyld bílastæði, ef gild visthæf skífa er í framrúðu bifreiðar.

Framtíðarsýn

Efling vistvænna ferðavenja er leiðarljós í allri stefnumörkun Reykjavíkurborgar. Lykillinn að því að ná árangri við að breyta ferðavenjum er að tryggja samspil ákvarðana um þéttingu byggðar og umbætur sem varða almenningssamgöngur, hjólreiðar og gangandi vegfarendur.  

Vörulosun

Þrátt fyrir að vörulestun- og losun sé nauðsynlegur hluti af borgarlífinu þá getur samspil hennar og annarrar umferðar skapað vandamál. Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér gildandi reglur og nálgast leiðbeiningar sem ætlað er að tryggja að allt gangi sem best fyrir sig.