Almenningssamgöngur

Strætó

Stökkvum um borð í strætó og njótum þess að komast þangað sem við þurfum að fara án þess að lyfta litla fingri! Fyrir upplýsingar um ferðir, verð og allt annað kíktu á heimasíðu strætó.

Hjólaleigur

Fyrstu rafskút­urnar voru boðnar til leigu fyrir almenning í borg­ar­landinu árið 2019 en síðan þá hefur þeim aðeins farið fjölg­andi. Um er að ræða stöðvalausar leigur, sem þýðir að ekki þarf að skila hjól­unum á fyrir­framákveðnar stöðvar heldur má hoppa af og á eftir hent­ug­leika innan ákveðins svæðis, sem er kirfi­lega tilgreint í smáfor­ritum fyrir­tækj­anna. Um er að ræða tilrauna­verk­efni sem er hluti af eflingu vist­vænna og snjallra ferða­máta innan borg­ar­innar.

Rútustoppistöðvar

Í miðborg Reykjavíkur eru 14 rútustoppistöðvar til að auðvelda ferðamönnum að komast í og úr hópferðabílum. Viðmiðunartími fyrir hópferðabíla að stöðva á þessum stöðum eru fimm mínútur.

Markmiðið með stæðunum er að vernda íbúabyggð fyrir óþarfa umferð og um leið auka þjónustu við rútufyrirtækin og gististaði innan þeirra svæða þar sem takmarkanir eru á akstri. Allir græða!

Teiknuð mynd af strætisvagni.