Leyfisveitingar hjá Umhverfiseftirliti

""

Umhverfiseftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa til fyrirtækja og stofnana sem veita almenningi þjónustu eða eru mengandi.

Starfsleyfi

Almennt gilda starfsleyfi í 12 ár en starfsleyfi fyrir tímabundinn atvinnurekstur er gefinn út til styttri tíma.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis og nauðsynleg forsenda fyrir útgáfu starfsleyfis er að starfsemin sé í samræmi við skipulag og notkun húsnæðis hafi verið samþykkt af byggingarfulltrúa.

Starfsleyfi sem gefin eru út samkvæmt reglugerð 550/2018 fyrir mengandi starfsemi þarf að auglýsa í 4 vikur.

Mengandi starfsemi

Umhverfiseftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa til fyrirtækja í atvinnurekstri sem getur haft í för með sér mengun samkvæmt viðauka IV í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. 

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur áður en starfsemi hefst.

Undaþágur vegna starfsleyfa

Umhverfis- orku, og auðlindaráðherra er heimilt að veita undanþágu vegna útgáfu starfsleyfa skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar og Umhverfisstofnunar. 

Sóttvarnarvottorð

Umhverfiseftirlit sér um útgáfu sóttvarnavottorða/sóttvarnaundanþágur fyrir skip samkvæmt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO. Slík vottorð þurfa öll skip sem eru í millilandasiglingum og gilda vottorðin að hámarki í 6 mánuði. Umsækjendum er beint á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið og óska eftir skipaskoðun og vottorði. Greiða þarf vottorðsgjald ásamt gjaldi fyrir eftirlit sem er breytilegt eftir umfangi eftirlits.

Tóbakssöluleyfi

Allir sem selja tóbak í smásölu skulu hafa gilt tóbakssöluleyfi útgefið af heilbrigðisnefnd.

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Fyrirspurnir/og eða ábendingar