Umhverfiseftirlit
Umhverfiseftirlit Reykjavíkur stuðlar að heilnæmu, öruggu og ómenguðu umhverfi úti sem inni í borginni. Umhverfiseftirlit gefur út starfsleyfi, staðfestir skráningar og annast eftirlit með fyrirtækjum sem eru eftirlits- og starfsleyfisskyld samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Leyfisveitingar
Umhverfiseftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa til fyrirtækja og stofnana og staðfestir skráningar fyrir skráningarskyld fyrirtæki, sem veita almenningi þjónustu eða eru mengandi, ásamt sóttvarnavottorðum og tóbakssöluleyfum.
Niðurrif á húsnæði og asbesti
Inniloft, raki og mygla
Umhverfiseftirlit veitir ráðgjöf varðandi inniloft, raka og myglu í húsnæði.
Hávaði
Með hávaða er átt við hljóð sem er ekki verið að sækjast eftir. Hljóð sem einn upplifir hávaða getur verið list í eyrum annars. Hvernig fólk upplifir hávaðann ræðst t.d. af styrk hljóðsins, tíðni þess og tímalengd.
Markmið reglugerðar um hávaða er að koma í veg fyrir eða draga úr skaðlegum áhrifum af völdum hávaða. Reglugerðin tekur til hávaða t.d. á tónleikum og skemmtistöðum, umferð bíla og flugvéla auk hávaða tengdum framkvæmdum.
Umgengni á lóðum og númerslausir bílar
Umhverfiseftirlit fær tilkynningar um slæma umgengni á lóðum og númerslausa bíla á borgarlandi. Þegar staðfest er við eftirlit starfsmanns heilbrigðiseftirlits að númerslaus bíll eða lausamunur sé á borgarlandi er límdur viðvörunarmiði á bílinn/hlutinn og eiganda gefinn frestur til að fjarlægja hann af borgarlandi.
Fræðsla og leiðbeiningar
Hér finnur þú fræðslu og leiðbeiningu frá Umhverfiseftirlitinu um allskonar starfsemi.
Lög og reglur
Á vef Umhverfisstofnunar finnur þú lög og reglur, alþjóðlega samninga og ýmislegt um umhverfisábyrgð.
Niðurstöður eftirlits
Hér er að finna niðurstöður úr reglubundnu eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í starfsleyfisskyldum fyrirtækjum í Reykjavík.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
- Borgartún 12, 105 Reykjavík
- Þjónustuver 411 1111