Gott að vita
Er ég á kjörskrá í Reykjavík?
Ef þú ert ekki viss um hvort þú ert á kjörskrá í Reykjavík getur þú flett upp í kjörskrárstofni á vef Þjóðskrár.
Hvað eru margir kjörstaðir?
Í alþingiskosningunum 2024 eru 25 kjörstaðir í Reykjavík.
- Álftamýrarskóli, 2 kjördeildir
- Árbæjarskóli, 6 kjördeildir
- Borgarbókasafnið Kringlunni, 2 kjördeildir
- Borgaskóli, 4 kjördeildir
- Breiðagerðisskóli, 4 kjördeildir
- Breiðholtsskóli, 3 kjördeildir
- Dalskóli, 2 kjördeildir
- Foldaskóli, 5 kjördeildir
- Fossvogsskóli, 3 kjördeildir
- Frostaskjól, 4 kjördeildir
- Hagaskóli, 5 kjördeildir
- Hlíðaskóli, 4 kjördeildir
- Höfðatorg, 2 kjördeildir
- Ingunnarskóli, 4 kjördeildir
- Íþróttamiðstöðin Austurbergi, 5 kjördeildir
- Kjarvalsstaðir, 4 kjördeildir
- Klébergsskóli, 1 kjördeild
- Laugalækjarskóli, 5 kjördeildir
- Norðlingaskóli, 2 kjördeildir
- Ráðhús, 8 kjördeildir
- Rimaskóli, 3 kjördeildir
- Vesturbæjarskóli, 2 kjördeildir
- Vogaskóli, 6 kjördeildir
- Ölduselsskóli, 6 kjördeildir
Eru allir kjörstaðir aðgengilegir?
Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir. Kjósendur geta óskað eftir vasa með blindraletri utan um kjörseðilinn sinn.
Þarf ég að koma með skilríki?
Kjósendur gera grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa skilríkjum. Greiðslukort og skilríki með mynd og kennitölu teljast fullgild. Kjósandi sem mætir skilríkjalaus á kjörstað getur leitað til hverfiskjörstjórnar og fengið aðstoð við að láta sannreyna hver hann er.
Hvar er kosið utan kjörfundar erlendis?
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa.
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Hvar er kosið utan kjörfundar á Íslandi?
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna alþingiskosningar þann 30. nóvember 2024 hefst fimmtudaginn 7. nóvember 2024.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.
Get ég fylgst með talningunni?
Talning hefst kl. 22:00 Í Laugardalshöll og er öllum opin. Streymt verður frá talningunni á vef Reykjavíkurborgar.
Framlögð kjörskrá og aðsetur yfirkjörstjórna
Kjörskrá liggur fyrir í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur.
Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjörfundi.
Aðsetur yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmis norður og suður verða í Laugardalshöll eftir að kjörfundi lýkur en þar fer talning atkvæða fram.
Hver eru í yfirkjörstjórn Reykjavíkur?
Aðalmenn í yfirkjörstjórn Reykjavíkur eru.
Eva B. Helgadóttir - oddviti
Ari Karlsson
Tómas Hrafn Sveinsson
Varamenn:
Dóra Sif Tynes
Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Þóra Hallgrímsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Baldvin Björgvinsson
Gísli Garðarsson
Helgi Bergmann
Netfang yfirkjörstjórnarinnar er kosningar@reykjavik.is
Hver eru í yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður?
Reykjavíkurkjördæmi norður:
Heimir Örn Herbertsson - oddviti
Fanný Gunnarsdóttir
Halldóra Björt Ewen
Helgi Bergmann
Kolbrún Garðarsdóttir
Varamenn:
Agnar Bragi Bragason
Ásþór Sævar Ásþórsson
Haraldur Unnar Guðmundsson
Helgi Hrafn Gunnarsson
Jóhanna Klara Stefánsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður:
Leifur Valentín Gunnarsson - oddviti
Harpa Rún Glad
Helga Lára Hauksdóttir
Sigfús Ægir Árnason
Tómas Hrafn Sveinsson
Varamenn:
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir
Birna Kristín Svavarsdóttir
Jóhannes Tómasson
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Þráinn Óskarsson