Stjórn Strætó bs.

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Strætó er byggðasamlag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 7. maí 2001.

Aðild eiga Reykjavíkurborg, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Sveitarfélagið Álftanes.

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera fulltrúi í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti.

Formennska skiptist milli aðildarsveitarfélaganna. Kjörtímabil stjórnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórnar. Aðsetur Strætó bs. er í Þönglabakka 4.