Panta/skila tunnu

Þarftu fleiri eða stærri tunnur? Allir þurfa að flokka í fjóra flokka við heimili en íbúar geta haft áhrif á fjölda tunna. Í nýju flokkunarkerfi er tunnum úthlutað samkvæmt gerð húsnæðis og fjölda íbúa. Meginmarkmiðið er að fjölga tunnum hjá íbúum eins lítið og hægt er.

Viltu vita meira?

Tunnum fjölgar þar sem ekki voru endurvinnsluílát fyrir. Að lágmarki er hægt að hafa tvær tvískiptar tunnur í sérbýli með þremur eða færri íbúum.

Notaðu formið neðar á síðunni til að óska eftir breytingum.

Athugið að fyrir hendi þarf að liggja samþykki húsráðanda, hússtjórnar fjöleignarhúss eða meirihluti eigenda í fjöleignarhúsi.