Panta/skila tunnu

Þarftu fleiri eða stærri tunnur? Ertu með stærri ílát en þú þarft? Hér að neðan getur þú breytt um tunnusamsetningu. Það er ódýrara að henda minna og flokka meira. 

Viltu vita meira?

Íbúar verða að vera með ílát fyrir pappír, plast, matarleifar og blandaðan úrgang. 

Hægt er að vera með tvískiptar tunnur í litum sérbýlum. Ef tunnur rúma ekki úrgang eða hafi honum verið þjappað þannig að úrgangurinn situr fastur verða tunnurnar ekki tæmdar.

Notaðu formið neðar á síðunni til að óska eftir breytingum.

Athugið að fyrir hendi þarf að liggja samþykki húsráðanda, hússtjórnar fjöleignarhúss eða meirihluti eigenda í fjöleignarhúsi.