Hlutverk notenda og umsýsluaðila í NPA
Áður en þú sækir um notendastýrða persónulega aðstoð eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga varðandi hlutverk þitt og hlutverk umsýsluaðila.
Hvaða hlutverk hefur notandi með NPA?
Notandi með NPA fer sjálfur með verkstjórn. Hann ber stjórnunarábyrgð á framkvæmd NPA. Það þýðir að hann setur upp vaktaplön og ákveður:
- Hvernig stuðningur er skipulagður
- Hvaða stuðningur er veittur
- Hvenær stuðningur er veittur
- Hvar stuðningur fer fram
- Hver veitir stuðning
Hvaða hlutverk hefur umsýsluaðili með NPA?
Umsýsluaðili undirritar samstarfssamning við Reykjavíkurborg og er vinnuveitandi NPA aðstoðarfólks. Helstu skyldur hans eru að:
- Taka við greiðslum frá Reykjavíkurborg og ráðstafa þeim.
- Aðstoða notendur við að finna og velja aðstoðarfólk.
- Gera ráðningarsamninga við aðstoðarfólk í samstarfi við notendur.
- Tryggja að aðstoðarfólk njóti vinnuverndar og fullnægjandi aðbúnaðar.
- Greiða laun aðstoðarfólks og standa skil á opinberum gjöldum.
- Veita aðstoðarfólki fræðslu um NPA og þá hugmyndafræði sem þar býr að baki.
- Ganga frá starfslokum aðstoðarfólks fyrir hönd notenda.
- Færa rekstrarbókhald fyrir hvern notanda og skila til Reykjavíkurborgar.
- Annast samskipti og samstarf við Reykjavíkurborg.
- Veita notendum aðra þjónustu eftir því sem við á.
Greiðslur frá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg greiðir umsýsluaðila mánaðarlega upphæð sem byggir á einstaklingssamningi og samkomulagi um vinnustundir.
Upphæðin skiptist í:
- Framlag vegna launa og launatengdra gjalda (85%)
- Framlag vegna umsýslukostnaðar (10%)
- Framlag vegna starfsmannakostnaðar (5%)