Nagladekk

Nagladekk eru ekki leyfileg á götum borgarinnar eftir 15. apríl. Staðreyndin er að nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbikið margfalt hraðar en önnur dekk, þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, þau valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Af þeim sökum er mikilvægt að draga úr hlutfalli þeirra. Dýpt mynsturs í hjólbörðum hefur til að mynda áhrif á hversu gott grip þeirra er. Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja er krafist þriggja millimetra lágmarksdýptar mynsturs á vetrardekkjum fólksbifreiða.

Veldu þér grip við hæfi

Meira er ekki alltaf betra. Réttir hjólbarðar skila mestu öryggi og þá græða öll – við sjálf, göturnar og andrúmsloftið.Fram kom í fyrirlestri um um áhrif nagladekkja á loftgæði og gatnaslit, að nagladekk er ráðandi þáttur í svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. „Bíll á nöglum mengar allt að 40 sinnum meira en bíll sem ekki er á nöglum," sagði Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og „Það er sinnum, ekki 20-40 prósent meira heldur 2000 prósent allavega."

Kona í gönguskóm með stórum mannbroddum rispar parkett.

Skaðsemi nagladekkja

Hlutfall negldra dekkja í mars 2022 er örlítið lægra en á sama tíma í fyrra þegar 41,4% ökutækja var á negldum dekkjum. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 40,9% og því hefur það lækkað örlítið síðan þá en betur má ef duga skal. Staðreyndin er að nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbikið margfalt hraðar en önnur dekk, þau auka eldsneytiskostnað bifreiða, þau valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Af þeim sökum er mikilvægt að draga úr hlutfalli þeirra. 

Talning

Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík miðvikudaginn 9. mars. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum. Hlutfall negldra dekkja verður næst kannað 20. apríl en ekki er leyfilegt að aka á nöglum eftir 15. apríl ár hvert. 

Grænn kall á gönguljósi

Draga þarf úr nagladekkjanotkun - rannsókn

Losun svifryks frá gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu – ferlar og líkan, sem styrkt var af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar er notast við NORTRIP líkanið til að spá fyrir um svifryk vegna bílaumferðar og fá vísbendingar um hvað þurfi að gera til að sporna við svifryksmengun. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun en næmnigreining gefur til kynna að nagladekkjanotkun sé lang veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu.

NORTRIP líkanið (Non-Exhaust Road Traffic Induced Particle Emissions) var þróað á Norðurlöndum en það spáir fyrir um um hlut svifryks í andrúmslofti vegna bílaumferðar með því að líkja eftir ferlum gatnasvifryks.

Verkefnið var unnið á tímabilinu 1. ágúst 2019 til 1. júlí 2020 en lokaskýrslu var skilað til Vegagerðarinnar í sumar.

Skýrslan Processes and Modeling of Non-Exhaust Vehicular Emissions in the Icelandic Capital Region var unnin af Brian C. Barr, meistaranemanda við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands en verkefnastjóri var Hrund Ó. Andradóttir, prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ. Brian flutti fyrirlestur um efni skýrslunnar á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar haustið 2019. 

Hvað er svifryk?

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna í Reykjavík með því að slíta malbikið margfalt hraðar en önnur dekk. Þau auka eldsneytiskostnað bifreiða og valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Niðurstöður rannsókna styðja eindregið þann grun að vægi sóts í svifryki hefur vaxið mjög á síðustu árum sem má sennilega rekja til mikillar aukningar bílaumferðar. 

""