
Hlutfall negldra dekkja og ónegldra var reiknað í byrjun mars eftir talningu. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum og 60% á öðrum dekkjum.
Hlutfallið er aðeins lægra en í síðustu talningu í janúar þegar hlutfallið var 43%.
Talningar síðastliðin ár
Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38% á nöglum og 62% á ónegldum.
Fyrir tveimur árum var hlutfallið einnig á sama veg eða 40% en fyrir þremur árum var það 41,5% og fyrir fjórum árum var það 41%.
Hlutfallið er því búið að vera sambærilegt á þessum tíma árs, síðastliðin fjögur ár eða í kringum 40%.
Næsta talning er áætluð um miðjan apríl.
