Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð

Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 19. júní 2018, var samþykkt að stofna menningar-, íþrótta- og tómstundaráð, sem fari með verkefni menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs að ferðamálum undanskildum sem færast undir borgarráð.

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð skal móta stefnu í menningar-, íþrótta- og tómstundamálum, taka ákvarðanir og geri tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs og að samþykktum og stefnumörkun Reykjavíkurborgar á verksviði ráðsins sé fylgt. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður. Íþrótta- og tómstundasvið og menningar- og ferðamálasvið annast framkvæmd stefnu og verkefna ráðsins og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar. 

Menningar-, íþrótta og tómstundaráð heldur að jafnaði þrjá til fjóra fundi í mánuði og eru þeir haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Ritari ráðsins er Helga Björnsdóttir, skrifstofustjóri sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs.