Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð - starfaði til 2024

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 19. júní 2018, var samþykkt að stofna menningar-, íþrótta- og tómstundaráð, sem fari með verkefni menningar- og ferðamálaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs að ferðamálum undanskildum sem færast undir borgarráð. Um áramótin 2024-2025 var ráðið lagt niður og við verkefnum ráðsins tók menningar- og íþróttaráð.