Mælingar

Landupplýsingar á umhverfis- og skipulagssviði annast gerð og útgáfu mæliblaða og lóðauppdrátta. Skrifstofa framkvæmda og viðhalds mannvirkja annast gerð og útgáfu hæðarblaða.

Hnita- og hæðaskrá

Upplýsingar um fastmerki og hæðarmerki er hægt að nálgast í Borgarvefsjá. Hnit og hæðir á einstökum hnit- og hæðarpunktum fást símleiðis eða í tölvupósti hjá landupplýsingadeild umhverfis- og skipulagssviðs.

Mæliblöð

Mæliblöð lýsa legu og stærð lóða og gildandi mörkum eigna og umráðasvæða. Á mæliblaði skal sýna byggingarreit og þær kvaðir sem eru í gildi á viðkomandi svæði, svo sem vegna samþykktra mannvirkja eða veitukerfa. Mæliblöð eru yfirleitt í mælikvarðanum 1:500.

Þú getur skoðað og prentað út blöð í Borgarvefsjá.

Hæðarblöð

Á hæðarblöðum er gerð grein fyrir hæðum á lóðamörkum. Annars vegar er um að ræða hæðir á mörkum borgarlands og lóða og hins vegar hæðir milli samliggjandi lóða. Einnig er á hæðarblöðum gerð grein fyrir staðsetningu og hæð frárennslisheimæða og staðsetningu kaldavatns- og heitavatnsheimæða. Auk þess er sýnd staðsetning inntaks rafmagns og síma.

Þú getur skoðað og prentað út hæðarblöð í Borgarvefsjá.

Afgreiðsla

Þjónustuver Reykjavíkurborgar sér um afgreiðslu mæli- og hæðarblaða.

  • Þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14, 105 Reykjavík
  • Sími: 4 11 11 11

Einnig má skoða og prenta út mæli- og hæðarblöð í Borgarvefsjá.