No translated content text
Kynfræðsla - unglingastig
Í Verkfærakistunni má finna kveikjur, myndbönd, verkefni, fróðleik og margt fleira til að nota við kennslu í kynfræðslu á unglingastigi.
Bækur og kennsluefni
Hér má finna bækur, kennsluefni, bæklinga, kennsluhugmyndir, litabækur, myndasögur og verkefni sem hægt er að notast við í kynfræðslu á unglingastigi.
Myndbönd og vefsíður
Hér er verkfærakista sem inniheldur myndbönd, vefsíður, sjónvarpsþætti, teiknimyndir og hlaðvörp sem hægt er að notast við í kynfræðslu á unglingastigi.
Ýmiskonar fræðsla og kennsluhugmyndir
Af hverju er gott að kyssast - hér eru nokkrir punktar um kossa og af hverju það er gott að kyssast.
Að tala við börn um klám - hér eru punktar sem gott er að lesa áður en samtal um klám er tekið við unglinga.
Klám og „sexting“ – umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna - Myndband. Í þessu erindi fjalla þær Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi og umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna.
Munurinn á kynlífi og klámi. Hér er kennsluhugmynd þar sem markmiðið er að fá nemendur til að átta sig á því hver munurinn er á kynlífi og klámi
Rökræður sammála/ósammála. Hér er kennsluhugmynd þar sem markmiðið er að fá nemendur til að velta fyrir sér ýmsum málum (t.d. varðandi kynfærahár, nektarmyndasendingar, ofbeldi ofl.) taka afstöðu til þeirra og geta rökstutt sína afstöðu. Hér er einnig gefið færi á því að skipta um skoðun og átta sig á því að það geta verið fleiri en ein hlið á málum.
Tíu ástæður fyrir því að sniðganga OnlyFans - hér gefur fyrrum kynlífsverkakonan Harmony (Dust) Grillo tíu ástæður fyrir því hví hún telur það slæma hugmynd að stofna OnlyFans síðu. Hún skrifar hér sérstaklega til þeirra sem skilgreina sig sem stelpur/konur en greinin á þó erindi til allra
Það sem unglingar vilja fá fræðslu um - niðurstöður vinnufundar frá 2020 með unglingum úr öllum skólum borgarinnar. Þetta vildi unga fólkið fá fræðslu um þá. Kíkið á Viku6 2024 til að sjá hvað þau vilja fá fræðslu um í dag.
Gátlistar
Er ég tilbúin/n/ð til að byrja að stunda kynlíf? - þessi gátlisti hentar vel fyrir ungt fólk sem veltir því fyrir sér hvenær þau eru tilbúin til að byrja að stunda kynlíf með öðrum. Gátlistinn er aðeins ætlaður fyrir unga fólkið til að skoða og svara fyrir sig sjálf, ekki til að skila inn eða lesa svörin upphátt.
Mælt er með því að bjóða upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir
- Hópavinna/kynningar
- Nota post it miða til dæmis í hugmyndavinnu.
- Glærukynningar
- Slido.com eða menti.com - hægt er að setja inn nafnlausar spurningar, orðaský og fleira.
- Nýta tímarit, kvikmyndir, þætti og samfélagsmiðla - ræða til dæmis um pressuna í fjölmiðlum um að allir séu alltaf sexý, alltaf til í allt og allt sé svo frábært, óraunhæft og jafnvel skaðlegt.
- Myndbönd / sýna myndbönd / leyfa nemendum að útbúa myndbönd
- Teikningar - láta nemendur teikna, sauma út, smíða eða leira líkama og kynfæri. Leggja áherslu á að útlit og færni líkama og kynfæra er mjög fjölbreytt.
- Leyfa nemendum að útbúa efni á vef - til dæmis spurningar og svör eða skrifa stuttar greinar, blogg eða annað.
- Hafa hugmyndakassa / spurningakassa
- Hafa orða- / hugtakakrukku, útskýra vel grunnhugtök og orð. Hægt er að láta nemendur draga úr krukku. Dæmi um orð gætu verið: samfarir, forleikur, gælur, sjálfsfróun, nánd. Í kjölfarið geta þau leitað sér upplýsinga, ræða saman og útskýra svo fyrir hinum eða skrifa niður og hengja upp á vegg.
- Leyfa nemendum að búa til bæklinga, vefsíðu eða podcast.
- Rökræður - velja viðfangsefni og skiptast á skoðunum um það til dæmis varðandi kynfærahár, klámáhorf eða smokkanotkun.
- Taka viðtöl til dæmis við foreldra eða ömmu/afa um fyrstu ástina eða ástarsorgina, um kynþroskann, um kynfræðsluna sem þau fengu á sínum tíma.
- Fara í leiki
- „Kaffihúsaspjall“ – tabútímar. Hér er hægt að hafa nafnlausar spurningar.
- Vinna með klípusögur
- Kynna ýmiskonar verkefni og átök t.d. #Vika6 og Sjúk ást.
- Kynna vel úrræði svo sem 112.is, ábendingalínu Barnaheilla, Hjálparsímann 1717, netspjall Sjúk ást, kvensjúkdómalækna Húð- og kynsjúkdómadeildar, neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Fossvogi og Stígamót.
Hvað viltu skoða næst?
- Kynjafræðsla fyrir unglingastig Hér er verkfærakista með námsefni í kynjafræðslu fyrir unglingastig grunnskóla
- Hinseginfræðsla fyrir unglingastig Hér er verkfærakista með námsefni í hinseginfræðslu fyrir unglingastig grunnskóla
- En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið Myndbönd frá ráðstefnunni En ég var einn! Sjálfsmynd stráka og kerfið.
- Ertu normal? verkefni þar sem unglingar fá tækifæri til að velta fyrir sér hvað er að vera normal.