Ertu normal?
Hér er boðið upp á spennandi verkefni þar sem unglingar fá tækifæri til að velta fyrir sér þröngum ramma samfélagsins um hvað er að vera normal. Verkefnið felur í sér fræðslu á myndbandaformi og endar með ljósmyndasýningu á verkum þátttakenda í fallegu rými á Barnamenningarhátíð.
Um verkefnið
Hvað er að vera normal? Hver ákveður það? Er feitt fólk ekki kynþokkafullt? Má gamalt fólk fara í sleik? Eru hommar alltaf kvenlegir? Eru geðsjúkdómar hræðilegir? Þarf að vorkenna fólki með fötlun?
Verkefnið er ætlað 8.-10. bekk. Hver starfsstaður fær frelsi til að útfæra það á sinn hátt í góðu samráði við umsjónaraðila þess. Verkefnið er unnið að sænskri fyrirmynd en þar kallast það Normstorm.
Hvað er í pakkanum?
- Kennsluleiðbeiningar og verkefni
- Prentkostnaður á ljósmyndum
- Þátttaka í sýningu með sýningarstjórnun
- Ráðgjöf frá umsjónaraðilum
Átta rafræn erindi
- Eitt um staðalmyndir
- Tvö um ljósmyndun
- Eitt um viðburðarstjórnun
- Eitt um sýningastjórnun og textaskrif
- Þrjú erindi frá ungu íslensku fólki sem víkkar út þröngan ramma staðalmynda samfélagsins.
Fyrirlesarar
- Embla Guðrúnar-Ágústsdóttir, ung líkamlega fötluð, samkynhneigð kona sem nýlega lauk háskólanámi og eignaðist sitt fyrsta barn.
- Andrean Sigurgeirsson, ungur samkynhneigður maður sem starfar sem dansari.
- Tómas Welding, ungur maður með tourette sem er sjálfmenntaður tónlistarmaður og ljósmyndari.
- Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.
- Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastýra Barnamenningarhátíðar.
- Erla Stefánsdóttir, verkefnastýra hjá Mixtúru.
Viltu taka þátt?
Fyrir frekari upplýsingar:
Svipmyndir frá fyrri sýningum
Fyrirlestrar