Grænt húsnæði

Reykjavíkurborg stuðlar að vistvænni þróun í uppbyggingu húsnæðis. Hér má sjá verkefni sem tengjast þessum áherslum. 

Grænt húsnæði framtíðarinnar

Nauðsynleg uppbygging íbúðarhúsnæðis skilur eftir sig djúpt kolefnisfótspor og því er þörf er á nýjum grænum hugmyndum og lausnum.

Teikning af fólki og hundi úti í náttúrunni.

C40 – grænar þróunarlóðir

Reykjavíkurborg tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi borga sem vinna að því að gera borgir sjálfbærar og grænar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þeirri vá sem af þeim stafar.  Samtökin heita C40  og standa þau fyrir alþjóðlegum samkeppnum um þróun svæða undir heitinu Reinventing Cities. Verkefnið hefur á íslensku verið kallað Grænar þróunarlóðir.