Bjarg íbúðafélag
Í ljósi brýnna verkefna í húsnæðismálum undirrituðu Reykjavíkurborg annars vegar og ASÍ og BSRB hins vegar samkomulag árið 2016 um að hefja uppbyggingu 1.000 leiguíbúða í Reykjavík á næstu fjórum árum. Verkefnið er unnið á grundvelli heildarlaga um almennar íbúðir sem samþykkt voru á Alþingi þann 2. júní 2016.
Samvinna verkalýðshreyfingarinnar og Reykjavíkurborgar
- Verkalýðshreyfingin hefur verið lykilsamstarfsaðili borgarinnar í að bregðast við erfiðri stöðu í húsnæðismálum en áratugir eru síðan verkalýðshreyfingin hefur komið með jafn beinum hætti að uppbyggingarverkefnum í borginni.
- Hlutverk ASÍ og BSRB er að vinna að stofnun og fjármögnun almenns íbúðafélags til að hefja uppbyggingu eitt þúsund leiguíbúða.
- Hlutverk Reykjavíkurborgar er að úthluta lóðum í formi stofnstyrks til að reisa leiguíbúðir og/eða byggingarétt.
Íbúðir Bjargs íbúðafélags
Bjarg fer með uppbyggingu leiguíbúða og sækir um stofnframlög frá sveitarfélögum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til uppbyggingarinnar. Markmiðið er að geta boðið húsnæði á hagstæðu leiguverði, sem hefur kallað á mikla hagræðingu í hönnun, skipulagi, framkvæmd og rekstri.
Samkomulagið við Bjarg tryggir að félagsleg blöndun verði í uppbyggingu leiguhúsnæðisins. Helsta leiðin til að ná því fram er að hluti íbúðanna verði leigður, eða seldur, á almennum markaði. Þá hafa Félagsbústaðir að jafnaði forkaupsrétt á 10-20% íbúða í þessum uppbyggingarverkefnum.
Í lok 3. ársfjórðungs 2022 hafði félagið lokið framkvæmdum við 682 íbúðir í Reykjavík.
Af þeim íbúðum sem félagið hefur þegar fengið úthlutað lóðum fyrir, eða þar sem gengið hefur verið frá vilyrðum eða viljayfirlýsingum, eru nú 64 íbúðir á framkvæmdastigi. Til eru skipulagðar lóðir fyrir 221 íbúð, þar af 56 íbúðir á byggingarhæfum lóðum, og í skipulagsferli eru lóðir fyrir 391 íbúðir. Á þróunar- og framtíðarsvæðum eru svo lóðir fyrir 287 íbúðir sem þegar eru ætlaðar Bjargi.
Samtals gerir þetta 963 íbúðir til viðbótar við þær 682 sem félagið hefur þegar byggt.
Alls er því um að ræða 1.645 íbúðir sem Bjarg íbúðafélag hefur þegar byggt, er að byggja eða hyggst byggja í Reykjavík í náinni framtíð.
Íbúðir á vegum Blævar
BSRB, ASÍ og VR stéttarfélag hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu á vegum íbúðafélagsins Blævar, sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða með það að markmiði að tryggja húsnæðisöryggi og hagkvæma leigu. Félagsbústaðir munu hafa kauprétt af 5% af heildarfjölda íbúða, þó ekki færri en 2 íbúðir.
Gerður hefur verið rammasamningur milli aðila um að Bjarg íbúðafélag, systurfélag Blævar, muni selja félaginu þjónustu við uppbyggingu íbúða og að Blær geti þannig notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur öðlast síðustu árin á þessu sviði.
Með stofnun og uppbyggingu Blævar geta stéttarfélög innan vébanda BSRB og ASÍ, byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk en ná hagkvæmni með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta þá reynslu og þekkingu sem myndast hefur hjá Bjargi.
Reykjavíkurborg hefur úthlutað Blævi lóð fyrir byggingu 36 leiguíbúða við Leirtjörn í Úlfarsárdal.
Hvernig gengur?
Samstarf við verkalýðshreyfinguna |
||||
Lóðarhafi |
Staðsetning |
Fjöldi |
* |
Staða framkvæmda |
Bjarg |
Spöngin - Móavegur |
155 |
31 |
Lokið 2020 |
Bjarg |
Urðarbrunnur 130-132 og 33 |
83 |
17 |
Lokið 2020 |
Bjarg |
Hraunbær 153 |
99 |
20 |
Lokið 2021 |
Bjarg |
Kirkjusandur - Hallgerðargata |
80 |
16 |
Lokið 2021 |
Bjarg |
Úlfarsárdalur - Leirtjörn |
83 |
17 |
Lokið 2021 |
Bjarg |
Bátavogur 1 |
74 |
15 |
Lokið 2022 |
Bjarg |
Bryggjuhverfi III |
108 |
28 |
Lokið 2022 |
Bjarg |
Hraunbær 133 |
64 |
13 |
Í byggingu |
Bjarg |
Vindás - Brekknaás |
56 |
|
Byggingarhæf lóð - í undirbúningi |
Blær (VR) |
Úlfarsárdalur - Leirtjörn |
36 |
|
Byggingarhæf lóð – í bið |
Bjarg |
Skerjafjörður I – Reginsnes 10 |
95 |
|
Samþykkt deiliskipulag – í bið |
Bjarg – lóðarvilyrði |
Háaleitisbraut (áætluð úthlutun 2023 ÁF2) |
48 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg – lóðarvilyrði |
Rangársel (áætluð úthlutun 2023 ÁF3) |
60 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg – lóðarvilyrði |
Haukahlíð 6 (áætluð úthlutun 2023 ÁF2) |
70 |
|
Samþykkt deiliskipulag |
Bjarg – lóðarvilyrði |
Gufunes II (áætluð úthlutun 2024) |
30 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg - lóðarvilyrði |
Gufunes II (áætluð úthlutun 2024) |
30 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg - viljayfirlýsing |
Veðurstofuhæð (áætluð úthlutun 2024) |
50 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg – viljayfirlýsing |
Korpureitur (áætluð úthlutun 2025) |
50 |
|
Þróunarsvæði |
Bjarg – viljayfirlýsing |
Vogur (áætluð úthlutun 2025) |
73 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg – viljayfirlýsing |
U-reitur (áætluð úthlutun 2025) |
50 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg – viljayfirlýsing |
Safamýri (áætluð úthlutun 2024) |
50 |
|
Í skipulagsferli |
Bjarg - viljayfirlýsing |
Miklubrautarstokkur (áætluð úthlutun 2026) |
70 |
|
Framtíðarsvæði |
Bjarg – viljayfirlýsing |
Skerjafjörður II (áætluð úthlutun 2027) |
77 |
|
Framtíðarsvæði |
Bjarg – viljayfirlýsing |
Sæbrautarstokkur (áætluð úthlutun 2028) |
40 |
|
Framtíðarsvæði |
Bjarg - viljayfirlýsing |
Óstaðsett (áætluð úthlutun 2028) |
50 |
|
Framtíðarsvæði |