Byggjum borg fyrir fólk

Húsnæðisfundur borgarstjóra verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 28. mars 2025 kl. 9-11. Öll sem leiða uppbyggingu íbúða og fagfólk í byggingargeiranum eru hvött til að mæta. Húsið opnar kl. 8:30 og verður þá boðið upp á morgunhressingu.
Borgarstjóri mun fara yfir sviðið í stefnu borgarinnar þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis, en hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs meirihlutasamstarfs í borginni. Gefin verður yfirsýn um hvar verið er að byggja og hvað er í deiglunni.
Erindi á fundinum endurspegla áherslur um sanngjarnan húsnæðismarkað meðal annars með aðkomu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga og kjarnasamfélaga. Kynnt verður vinna við nýja borgarhönnunarstefnu.
Dagskrá
Hröðum húsnæðisuppbyggingu og tryggjum örugg heimili fólks
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
Húsnæðisátak í grónum hverfum
Hjördís Sóley Sigurðardóttir, teymisstjóri húsnæðisátaks
Metnaðarfull uppbygging óhagnaðardrifins húsnæðis
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs
Kjarnasamfélög í borginni: Tækifæri og áskoranir
Simon Joscha Flender, Kjarnasamfélag Reykjavíkur
Híbýlaauður – íbúðarhúsnæði í tímans rás
Anna María Bogadóttir, Úrbanistan
Samfélagsmiðaðar og óhagnaðardrifnar húsnæðislausnir
Elena Astrid Rojas, eigandi, Tegnestuen Vandkunsten, DK
Borgarhönnunarstefna
Dóra Björt, formaður umhverfis- og skipulagsráðs
Lokaorð
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
Taki dagskrá breytingum verður hún uppfærð á vefsíðu fundarins. Þar má einnig horfa á streymi frá og sækja kynningar að fundi loknum. Fundurinn er opinn en gestir eru beðnir um að skrá sig:
Dagskrá og skráning: Byggjum borg fyrir fólk - Húsnæðisfundur borgarstjóra.
