Lagaumgjörð húsnæðismála

Þann 2. júní 2016 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur, húsaleigulög (réttarstaða leigjanda og leigusala) nr. 63/2016 og lög nr. 51/2016 um almennar íbúðir. Þá gildir reglugerð nr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

Starfshópar

Í júní 2016 voru jafnframt skipaðir tveir starfshópar af borgarstjóra Reykjavíkur til að mæta lagasetningunni og til að undirbúa aðgerðir borgarinnar í húsnæðismálum. 

Starfshópur Reykjavíkurborgar um húsaleigulög og húsnæðisbætur var skipaður af borgarstjóra þann 21. júní 2016. Hlutverk starfshópsins er að rýna ný lög um húsnæðisbætur og þær breytingar sem gerðar hafa verið á húsaleigulögum hvað varðar réttarstöðu leigjanda og leigusala. Verkefni hópsins er að vinna drög að nýjum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. 

Starfshópur um stofnframlög Reykjavíkurborgar var skipaður af borgarstjóra þann 20. júní 2016. Hlutverk hans er að rýna lög um almennar íbúðir m.t.t. stofnframlaga borgarinnar og gera tillögur að reglum Reykjavíkurborgar um stofnframlög og fyrirkomulagi umsókna um þau auk þess að gera tillögur að sérstökum reglum um byggingu íbúða í Reykjavík á grundvelli heildarlaga um almennar íbúðir. Reglur um stofnframlög Reykjavíkurborgar voru samþykktar á fundi borgarráðs þann 29. september 2016. 

Hér hægra megin er fjallað í stuttu máli um markmið og áhrif fyrrnefndra laga og starfshópa Reykjavíkurborgar. ???