Námsmannaíbúðir

Umfangsmikil uppbygging námsmannaíbúða stendur nú yfir með samstarfi Reykjavíkurborgar við Háskóla Íslands/ Félagsstofnun stúdenta, Háskólann í Reykjavík og Byggingafélag námsmanna.
Samtals er um að ræða um 1.800 námsmannaíbúðir sem hafa verið byggðar frá 2017, eru í byggingu eða fyrirhugað er að byggja á næstu árum. 

Rúmlega níuhundruð búðir í samstarfi við HÍ og FS:

 • Byggingu 103 leigueininga í Brautarholti lauk árið 2017
 • Byggingu 244 leigueininga í Vísindagörðum Háskóla Íslands lauk 2020
 • Viðbyggingu við Gamla Garð með 69 herbergjum lauk haustið 2021
 • Við Lindargötu 44 eru 10 íbúðir í byggingu og aðrar 112 á Hótel Sögu sem lýkur á fyrri hluta árs 2023. 
 • Deiliskipulag við Vatnsstíg er samþykkt og mun íbúðum þar fjölga um 11.  
 • FS hefur fengið úthlutað lóð fyrir allt að 110 íbúðir við Otursnes í 1. áfanga Nýs Skerjafjarðar en uppbygging er í bið 
 • Þá liggur fyrir vilji borgarinnar um að FS byggi 60 íbúðir í Vesturbugt, 50 á U-reit (BSÍ), 70 við Miklubrautarstokk og 79 í 2. áfanga Nýs Skerjafjarðar. 

Byggingafélag námsmanna reisir 156 íbúðir

Byggingafélag námsmanna hefur á árunum 2021-22 lokið við byggingu 156 nýrra námsmannaíbúða. 

 • 17 íbúðum við Kapellustíg 15 lauk á 3. ársfjórðungi 2021
 • 50 íbúðum við Austurhlíð 2-4 lauk á 4. ársfjórðungi 2021
 • 11 íbúðum við Klausturstíg 2 lauk á 4. ársfjórðungi 2021
 • 11 íbúðum við Klausturstíg 6 lauk á 2. ársfjórðungi 2022
 • 17 íbúðum við Klausturstíg 4 lauk á 3. ársfjórðungi 2022
 • 50 íbúðum við Stakkahlíð 3-5 lauk á 3. ársfjórðungi 2022

Í lok mars 2022 var gengið frá vilyrðum og viljayfirlýsingum til félagsins um uppbyggingu á:

 • 65 íbúðum við Arnarbakka 
 • 40 íbúðum í Gufunesi II
 • 50 íbúðum við Sóleyjarrima
 • 50 íbúðum við Sæbrautarstokk

Tæplega 400 íbúðir í samstarfi við byggingarfélag Háskólans í Reykjavík:

 • Bygging fyrsta áfanga Háskólagarða HR, 125 leigueininga við Nauthólsveg 83, lauk 2020
 • Annar áfangi Háskólagarða HR, 130 leigueiningar við Nauthólsveg 85, var tekinn í notkun í september 2021
 • Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir þriðja áfanga við Nauthólsveg 87 með 166 leigueiningar. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2023.