Upplýsingar um uppbyggingu íbúða
Hér er að finna útgefið efni, gögn og greiningar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík
Miðlun um uppbyggingu húsnæðis
Reykjavíkurborg heldur úti öflugri upplýsingamiðlun um uppbyggingu íbúða með útgáfu kynningarrits, kynningarfundum og kortasjá húsnæðisuppbyggingar, þar sem skoða má nýjustu upplýsingar hverju sinni.
- Kynningarrit má sjá hér neðar á síðunni
- Kynningarfundir borgarstjóra um húsnæðismál eru aðgengilegir í streymi
- Kortasjá húsnæðisuppbyggingar sýnir nýjustu upplýsingar hverju sinni
- Húsnæðisáætlun Reykjavíkur sem er virk stefna í húsnæðismálum er uppfærð reglulega
Kynningarrit - Uppbygging íbúða í borginni
Reykjavíkurborg hefur árlega gefið út kynningarrit um uppbyggingu íbúða í borginni. Síðasta blað kom út haustið 2023.
Kynningarrit 2023
Kynningarriti um uppbyggingu íbúða í Reykjavík var dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu 16. nóvember 2023 og hér aðgengilegt á rafrænu formi