Húsnæði fyrir alla

Á meðal markmiða húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 er fjöl­breytt framboð húsnæðiskosta og aukið framboð húsnæðis fyrir alla félagshópa og félagsleg fjöl­breytni innan hverfa. Stuðlað skal að félagslegri blöndun íbúa og uppbyggingu leigumarkaðar.

Fjölbreytt húsnæði

Stefnt verði að því að um 25% íbúða í hverfum verði leiguíbúðir, námsmannaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða og húsnæði fyrir fatlað fólk. 

Samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem hafa fjárhagslega burði til að ráðast í uppbyggingu en eru rekin án hagnaðarsjónarmiða er því lykilþáttur í framfylgd húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. 

 

Hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur

Reykjavíkurborg vinnur með samstarfsaðilum að því að fjölga hagkvæmum íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í borginni.

 

Verkefnið nær yfir þróunarreiti um alla borg.

Loftmynd frá Gufunesi.