Húsnæði fyrir alla
Á meðal markmiða húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar og Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 er fjölbreytt framboð húsnæðiskosta og aukið framboð húsnæðis fyrir alla félagshópa og félagsleg fjölbreytni innan hverfa. Stuðlað skal að félagslegri blöndun íbúa og uppbyggingu leigumarkaðar.
Fjölbreytt húsnæði
Stefnt verði að því að um 25% íbúða í hverfum verði leiguíbúðir, námsmannaíbúðir, búseturéttaríbúðir, félagslegar leiguíbúðir, íbúðir fyrir aldraða og húsnæði fyrir fatlað fólk.
Samvinna við traust leigu- og búseturéttarfélög sem hafa fjárhagslega burði til að ráðast í uppbyggingu en eru rekin án hagnaðarsjónarmiða er því lykilþáttur í framfylgd húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur
Reykjavíkurborg vinnur með samstarfsaðilum að því að fjölga hagkvæmum íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í borginni.
Verkefnið nær yfir þróunarreiti um alla borg.
Hvað viltu skoða næst?
- Námsmannaíbúðir Umfangsmikil uppbygging námsmannaíbúða.
- Búseti Uppbygging íbúða á vegum Búseta.
- Íbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarrými Aukin og bætt búsetuúrræðum fyrir aldrað fólk.
- Bjarg íbúðafélag Samvinnu verkalýðshreyfingarinnar og Reykjavíkurborgar.
- Hagkvæmt húsnæði Hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk.